Vatnið í náttúru Íslands | Náttúruminjasafn Íslands
Opnunartími:
mán - sun: 9.00 - 18.00
Vefsíða: https://nmsi.is/
Tölvupóstur: nmsi@nmsi.is
Vatn er undirstaða lífs á jörðinni. Ísland er óvenju vatnsríkt og vatn er mjög einkennandi í náttúru landsins. Sýningin VATNIÐ í náttúru Íslands sem opnuð var í Perlunni 1. desember 2018, fjallar um vatn frá ýmsum hliðum, um efna- og eðlisþætti vatns, gerð og eðli vatnsauðlindarinnar, hlutverk vatns við mótun lands og uppbyggingu, og fjölbreytileika vatnalífríkis, frá jurtum, örverum og dýrum til heilla vistkerfa.
Sýningin veitir á nýstárlegan og heildstæðan hátt innsýn í eina mikilvægustu auðlind landsins, vatnið okkar dýrmæta, leyndardóma þess og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu.
Frítt er inn á sýningu Náttúruminjasafnsins í Perlunni gegn framvísun Vildarvinakorts Perlunnar sem má nálgast frítt í afgreiðslu Perlunnar og sækja um á heimsíðu Perlunnar.