167025318_1459345411123964_53974556

Eiríksson Brasserie

Laugavegur 77, Reykjavík 101, 419 1777

Opnunartími:
Þrið - mið: 15.00 - 23.00
fim - fös: 12.00 - 23.00
lau: 15.00 - 23.00

Vefsíða: www.brasserie.is

EIRIKSSON BRASSERIE er veitingastaður miðborgar Reykjavíkur, í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77.

Ráðist var í miklar framkvæmdir í lok síðasta árs og þessu sögufræga húsnæði breytt umtalsvert. Ítalska hönnunarfyrirtækið Design Group Italia sá um að breyta fyrrum bankaútibúi í stórglæsilegt og notalegt brasserie!

Í framlínu þessarar nýjustu viðbótar við líflega flóru veitingastaða í hjarta Reykjavíkur, hjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir og faðir Friðgeirs, Eiríkur Ingi Friðgeirsson auk Birgis Más Ragnarssonar og Silju Hrundar Júlíusdóttur.

Eiríkur, Friðgeir Ingi og Sara eru veitingageiranum vel kunnug hérlendis, en þau ráku Hótel Holt og Gallery Restaurant í fjölda ára auk þess að hafa rekið Viðeyjarstofu frá árinu 2010. Friðgeir er fyrrum yfirmatreiðslumaður á Michelin veitingastaðnum Domaine de Clairfontaine í Lyon í Frakklandi. Þeir feðgar hafa getið sér gríðargott nafn fyrir mat og þjónustu hvort sem er á Íslandi eða á alþjóða vettvangi, enda verið í landsliði matreiðslumanna, liðsmenn í Bocuse d‘Or, heimsmeistarakeppni matreiðslumanna og ráðgjafar í sjónvarpi.

Matseðillinn á EIRIKSSON BRASSERIE er í evrópskum matargerðarstíl þar sem sérstök áhersla er lögð á ítalska matargerð. Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði. Í peningageymslunum er einkaherbergi sem hægt er að panta og þar er dekrað við gesti í mat og drykk.

EIRIKSSON BRASSERIE mun umfram annað leggja áherslu á afslappaða stemningu, hvort sem er þegar gestir hefja daginn á ljúffengum hádegisverði eða ljúka honum á sérbrugguðum EIRIKSSON Kalda á barnum.

#borginokkar