Hlíðar

Hlíðahverfi liggur austan miðborgar Reykjavíkur allt að Kringlumýrarbraut. Helstu kennileiti hverfisins eru Perlan, Klambratún og Kjarvalsstaðir. Hlemmur, Háteigskirkja, Moskan í Reykjavík og Sjómannaskólinn. Elstu hlutar hverfisins, svæðin í kringum Hlemm og Norðurmýrina, byggðust upp á 3. og 4. áratug 20. aldar.

Hverfið er gróið enda eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu.

 

 

Nauthólsvík
People on Nauthólsvík beach

Ylströndin í Nauthólsvík hefur sannarlega fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laðar að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt.

Perlan
Perlan Museum

Stórkostlega stjörnuverið okkar er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er byggt inn í einn tank Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru.

Kringlan

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir auk veitingastaða, kvikmyndahús og bókasafns.

Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

 

Teaserboxes
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu
Bókasafn Kringlan
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að við erum í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá okkur í leiðinni

#borginokkar