• Heim
  • Háaleiti og Bústaðir

Háaleiti og Bústaðir

Eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar, Fossvogsdalurinn er staðsettur í hverfinu. Dalurinn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og því mikilvægasti hlekkurinn í keðju opinna svæða allt frá miðborg Reykjavíkur að Elliðavatni og Heiðmörk.

Háaleiti og Bústaðir markast af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Reykjanesbraut og sveitarfélaginu Kópavogi. Hverfið felur í sér nokkra hverfishluta – Háaleiti, Múla, Kringlu, Bústaði. Fossvog, Smáíbúðahverfi og Blesugróf. Hverfið er miðsvæðis og státar af verslunarmiðstöðinni Kringlunni.

Kringlan

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir auk veitingastaða, kvikmyndahús og bókasafns.

Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

 

Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið er stærsta og best búna leikhús landsins, 10.400 fermetrar að stærð. Að auki telst það í hópi best búnu leikhúsa Evrópu. 

Fossvogsdalur

Fossvogsdalur, um 2,5km langur, er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og því einn mikilvægasti hlekkurinn í keðju opinna svæða allt frá miðborg Reykjavíkur að Elliðavatni og Heiðmörk. Dalurinn er flatlendur og gróðursæll, umlukinn íbúðarbyggð og því mikið nýttur til útivistar.

 

Teaserboxes
Bókasafni kringlunni
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að við erum í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá okkur í leiðinni.

#borginokkar