september 28, 2021
Þín eigin bókasafnsráðgáta | Sýning og ratleikur
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Opnun laugardaginn 2. október kl. 13:00
Hvað er hægt að gera við þúsundir gamalla bóka sem þrá að lifa aðeins lengur? Við bjóðum ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Þín eigin bókasafnsráðgáta!
Ótrúlegar sögur, ævintýralegt umhverfi, áferð, lýsing og ilmur mætir þér þegar þú gengur inn í Gerðuberg! Um er að ræða sýningu og ratleik sem hentar ungum sem öldnum – ævintýraheimur skapaður úr mörgum tonnum af gömlum bókum sem notendur bókasafnsins hafa lagt til síðastliðna mánuði. Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, aðalpersónan í ráðgátunum þremur; Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni.