Plöntuleikhús fyrir krakka í Sjóminjasafninu í Reykjavík
Hvað er plöntuleikhús? Er hægt að búa til leikhús þar sem plöntur eru einu listamennirnir?
Á plöntuleikhússmiðju á Sjóminjasafninu í Reykjavík býðst plöntusérfræðingum á öllum aldri að prófa sig áfram í leikritun og búa til hugmyndir fyrir senur sem leiknar eru fyrir, með eða af plöntum. Farið verður í leiki og gerðar leiklistaræfingar.
Leiðbeinendur smiðjunnar eru sviðshöfundarnir Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir. Best er að mæta í pörum eða hópum sem eru blanda af krökkum og fullorðnum svo allir hafi góðan ritara.
Listrænn stjórnandi plöntuleikhússins er Lóa Björk Björnsdóttir en hún útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskólans árið 2017.
Aðgöngumiði á safnið gildir sem þátttaka fyrir fullorðna en börn að 17 ára aldri greiða ekkert.
Vegna sóttvarnaviðmiða er aðeins pláss fyrir 25 þátttakendur. Skráning fer fram í síma 4116359 milli kl. 10-17.
Plöntuleikhúsið er hluti af viðburðaröðinni FJÖLSKYLDUHELGAR BORGARSÖGUSAFNS sem er á dagskrá Sjóminjasafnsins og Landnámssýningarinnar í vetur. En þá geta fjölskyldur tekið þátt í allskonar skapandi, notalegum og oft ævintýralegum smiðjum.