menningarkort
maí 2, 2023

Öryrkjar fá Menningarkortið gjaldfrjálst

Vakin er athygli á því að öryrkjar geta fengið menningarkort án þess að greiða fyrir það. Menningarkortið fæst á öllum þeim söfnum og stöðum sem það veitir aðgang að. 

Áður þurftu öryrkjar að greiða fyrir útgáfu kortsins sjálfs 750 krónur, auk þess að sýna staðfestingu á örorku við hverja heimsókn. Velferðarráð samþykkti á fundi sínum í febrúar árið 2020 að fella þann kostnað úr gildi og gera þannig öryrkjum auðveldara að sækja söfn borgarinnar og njóta þeirra menningarverðmæta sem í því felast.  

Menningarkortið er árskort sem veitir aðgang að öllum söfnum Reykjavíkurborgar, auk þess að með því fæst frítt bókasafnskort. Einnig veitir það 2 fyrir 1 aðgang að einhverju safnanna í hverjum mánuði, auk tilboða og sérkjara hjá fjöldamörgum samstarfsaðilum í menningarlífinu.   

Til þess að fá kortið án greiðslu þarf að framvísa staðfestingu á örorku frá Tryggingastofnun ríkisins. Kortið þarf að endurnýja árlega.

#borginokkar