Barn í tréii
  • Heim
  • Fréttir
  • Leikum að list: Haustfrí grunnskólanna 21.– 25. október
október 19, 2022

Leikum að list: Haustfrí grunnskólanna 21.– 25. október

Haustfrí grunnskólanna í Listasafni Reykjavíkur.

Við bjóðum börnum og unglingum upp á spennandi ókeypis námskeið í haustfríinu á föstudag og mánudag. Frítt í öll safnhús fyrir fullorðna í fylgd barna!

Dagskrá:

Föstudag 21. október

Hafnarhús kl. 13 – 16.00

Listasmiðja/námskeið fyrir 10 – 12 ára í tengslum við sýninguna Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum. Börnin skapa sín eigin listaverk undir áhrifum listaverkanna á sýningunni. Umsjón: Tinna Guðmundsdóttir

Skráning HÉR Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en takmarkaður fjöldi verður á námskeiðinu.

Laugardag 22. október

Hafnarhús kl. 14.00 & 15.00

Fjölskylduleiðsögn Sýning:Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum.Eftir leiðsögn fær fjölskyldan spil að gjöf sem tengist sýningunni.

Sunnudag 23. október

Kjarvalsstaðir kl. 14 – 15.00

Leynilykillinn – Listaverkaleit fyrir fjölskyldur á sýningu Guðjóns Ketilssonar: Jæja

Mánudag 24. október

Ásmundarsafn Kl. 9 – 12.00

Skúlptúr-námskeið fyrir börn 8 – 10 ára í tengslum við sýningu Unndórs Egils Jónssonar og Ásmundar Sveinssonar: Eftir stórhríðina.

Unnið verður með blandaðan efnivið: leir, greinar og ýmislegt annað skemmtilegt. Umsjón: Hulda Katarina Sveinsdóttir, leirlistakona

Skráning HÉR

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en takmarkaður fjöldi verður á námskeiðinu Þriðjudag 25. október Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna í öllum safnhúsum Verð viðburðar kr 0

#borginokkar