valdis-is

Valdís

Grandagarður 21, Reykjavík 101, 5868088

Opnunartími:
mán - mið: 15.00 - 23.00
fim - fös: 11.30 - 23.00
lau - sun: 12.00 - 23.00

Vefsíða: www.valdis.is

Þegar Valdís var opnuð þá var byrjað að gera ísinn eins og ítalinn vill hafa hann, bara mjög venjulegar ístegundir en það fattaðist fljótt að ekki er sami smekkur fyrir ís hjá íslendingum og ítölum. Þá tók Valdís upp á því að vinna ísinn með viðskiptavinum. Spurja þá hvað þeir vildu sjá í ísborðinu. Skemmtilegt er að nefna að vinsælustu ístegundirnar eru einmitt þær tegundir sem viðskiptavinir mældu með, til að mynda Tyrkisk peber og salthnetu og karamellu.

Tegundir sem hafa verið prófaðar eru komnar í yfir 400 talsins og nýjar tegundir enn að skjóta upp kollinum. Skemmtilegar og öðruvísi tegundir sem við höfum prófað eru til dæmis bjór-ís, rúgbrauðs-ís, lavender-ís, beikon-ís og karrý-ís með kókos og chilli. Þess má geta að þessar tegundir eru ekki til á hverjum degi en alltaf er hægt að panta ís að eigin vali í 5L box.

Yfirleitt er til gott úrval af sorbetum sem eru vegan. Mest er notast við ávaxta-sorbeta, því sú er reynslan að viðskiptavinum okkar þyki það best. Annað slagið er þá brotið upp úr því hefðbunda og prufað sig áfram með kókos- eða möndlumjólk. Þá er reynt að gera til dæmis oreo, kókos eða súkkulaði veganís.

#borginokkar