Thytur_sailing_club

Þytur siglingaklúbbur

Strandgata 88, Hafnarfjörður 220, 555 3422

Vefsíða: https://sailing.is/

Siglingaklúbburinn Þytur var stofnaður þann 19. apríl 1975 af nokkrum Hafnfirskum áhugamönnum um siglingar. Aðdragandinn að stofnun klúbbsins var, að árið 1971 hafði sjóskátaklúbbur á vegum Skátafélagsins Hraunbúa tekið til starfa, auk þess sem æskulýðsráð Hafnarfjarðar hleypti af stokkunum siglingaklúbbi fyrir unglinga á sama tíma. Störfuðu þessir klúbbar áfram og urðu síðan uppistaðan í Siglingaklúbbnum Þyt, sem er alhliða siglingaklúbbur fyrir alla aldurshópa. Fyrsta sumarið fór starfsemin fram í Hafnafjarðarhöfn, við slæmar aðstæður, en að ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Garðabæ var síðan komið upp sameiginlegri aðstöðu fyrir Þyt og Siglingaklúbbinn Vog í Garðabæ, í Arnarvogi.

#borginokkar