Súfistinn
Opnunartími:
mán - Þrið: 10.00 - 17.30
mið - fös: 10.00 - 22.00
lau: 10.00 - 18.00
sun: 11.00 - 18.00
Vefsíða: http://www.sufistinn.is/
Tölvupóstur: sufistinn@sufistinn.is
Markmið Súfistans frá upphafi hefur verið að bjóða góðar veitingar á sanngjörnu verði og nú í dag er Súfistinn fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir frábærar tertur, afbragðsgóða smárétti og gott kaffi
Það eru hins vegar ekki allir sem vita að Súfistinn rekur einnig kaffibrennslu sem hefur öðlast mikla virðingu kaffiáhugamanna.
Kaffið er einungis selt á kaffihúsi Súfistans en með því móti er tryggt að kaffið er alltaf ferskt þegar það kemur í bolla viðskiptavinarins.
Súfistinn lítur á kaffið sem "ferskvöru" og er tíminn frá ristun því talin í klukkustundum en ekki í mánuðum.