
Spilakaffi
Opnunartími:
mán - lau: 11.00 - 22.00
sun: 11.00 - 18.00
Vefsíða: https://www.spilavinir.is/spilakaffi/
Tölvupóstur: spilavinir@spilavinir.is
Spilakaffi er borðspilakaffihús, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, stofnað sumarið 2020. Spilakaffi er staðsett inni í hinni vinsælu spilabúð, Spilavinum, í bláu húsunum við Fákafen. Í Spilakaffi er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi og njóta dagsins með vinum og fjölskyldu.
Boðið er upp á alla helstu kaffidrykkina, stórkostlegt úrval af tei frá Østerlandsk 1889 Copenhagen, laglegt úrval af bjór og óáfengum bjór og öðrum drykkjum í flöskum eða dósum, og auðvitað ískaldan bjór á krana (Happy Hour á milli kl. 17-19 — nema á sunnudögum 17-18). Þar er hægt að fá sér eitthvað sætt með kaffinu, grillaðar samlokur og jafnvel gómsætan kjúkling frá Hananum (nema þegar lokað er á Hananum).
Í kjallaranum undir Spilavinum er veglegur og stór spilasalur, eitt stærsta spilasafn landsins, og dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin. Spilakaffi heldur utan um reksturinn á Kjallaranum, og býður gestum upp á að kaupa aðgang, hvort sem er út þennan dag, eða árskort sem gefur þér aðgang að Kjallaranum í heilt ár (auk 15% afsláttar í Spilavinum og 20% afsláttar af veitingum í Spilakaffi).
Við mælum með að elta Spilakaffi á Facebook, þar sem við birtum upplýsingar um viðburði, bjórlistann og fleira skemmtilegt.