Skuggi Hótel
Hverfisgata 103, Reykjavík 101, 5907000
Vefsíða: www.keahotels.is
Tölvupóstur: skuggi@keahotels.is
Skuggi Hótel er frábært hótel staðsett á Hverfisgötunni, aðeins steinsnar frá Laugaveginum.
Innblástur fyrir hönnun hótelsins var sóttur í ljósmyndir Ragnars Axelssonar og skapar samblanda íslenskrar náttúru og borgarsjarma grófa en notalega stemningu. Veggmyndir málaðar eftir ljósmyndum Ragnars, sem sýna Íslendinga í stórbrotnu umhverfi, prýða alrými hótelsins og hafa vakið athygli gesta hvaðanæva að.
Stutt er í verslanir, veitingastaði, skemmtistaði og aðra afþreyingu.
Verið velkomin á Skugga Hótel.