28828867_10157225832737802_29907748

Seltjarnarneslaug

Suðurströnd, Seltjarnarnes 170, 561 1551

Opnunartími:
mán - fös: 6.30 - 22.00
lau - sun: 8.00 - 19.30

Vefsíða: https://www.seltjarnarnes.is/is/mannlif-nattura/hreyfing-og-utivist/sundlaugin

Vatnið í lauginni kemur úr borholu í nágrenninu með mjög steinefnaríku vatni. Laugin er vinsæl hjá exemsjúklingum sem telja þetta vatn þurrka húðina minna en annað sundlaugarvatn.

Pottarnir eru 4 með hitastigi frá 37° uppí 44° og þar af einn með nuddi.
Það eru tvær sundlaugar, barnalaugin er með 35°heitu vatni og er notuð til sundnámskeiða yngri barna
og til afslöppunar, en 25 metra laugin er með 29°heitu vatni fyrir sundfólk, sundleikfimi og leikja stærri barna og unglinga.
Síðast en ekki síst er 30cm djúp vaðlaug með nokkrum leiktækjum fyrir þau yngstu og hitastigið er 37-38°.
Á útisvæðinu er einnig mjög gott eimbað.
Fjórir búningsklefar, tveir stærri inni og tveir útiklefar með sér sturtu og salernisaðstöðu.
Að lokum er svo ágætis stór rennibraut.
Í sundlaug Seltjarnarness er glæsileg aðstaða fyrir fatlaða einstaklinga.

Aðgangur klefans er þannig að segulkort er fengið í afgreiðslu sem opnar hann rafrænt og um leið og einhver er í klefanum logar rautt ljós á ganginum fyrir framan til merkis um að hann sé upptekinn. Eins er um öryggi að ræða því skynjarar segja til um hvort sé ekki örugglega hreyfing inni.

Klefinn er búinn 6 skápum og rúmgóðum sturtuklefa og salerni og sérstaklega hannaður með það fyrir augum að fatlaður einstaklingur getur komið með sína aðstoðarmanneskju óháð kyni.

#borginokkar