1218750

Selja­tjörn

Hólmasel 4, Reykjavík 109, 4111111

Vefsíða: www.reykjavik.is/seljatjorn

Í miðju Seljahverfi í Breiðholti er allstórt grænt svæði umhverfis manngerða settjörn er ber heitið Seljatjörn. Er svæðið í kringum tjörnina vinsælt útivistarsvæði ekki síst hjá börnum og eldri borgurum en bæði skólar og heimili fyrir aldraða eru í nágrenni svæðisins. Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn. Lokið var við hönnun og gerð Seltjarnar og almenningsgarðsins í kringum tjörnina árið 1990. Reykja­vík­ur­borg vakti at­hygli á henni á Face­book-síðu sinni ný­verið en þar seg­ir að tjörn­in sjálf auki á feg­urð svæðis­ins og þar sé jafn­vel hægt að svip­ast um eft­ir síl­um „Grasið býður upp á ýms­an leik og á því er nóg pláss fyr­ir teppi og allt sem þarf fyr­ir góða laut­ar­ferð með vin­um og fjöl­skyldu.“ Face­book-vin­ir Reykja­vík­ur­borg­ar segja Seltjörn dá­semd og draumastað.

#borginokkar