radhus1

Ráðhús Reykjavíkur

Tjarnargata 11, Reykjavík 101, 4111111

Opnunartími:
mán - sun: 8.30 - 16.00

Vefsíða: https://reykjavik.is/stadir/radhus-reykjavikur

Ráðhús Reykjavíkur er glæsileg bygging í norðurenda Tjarnarinnar. Svipmikið og nútímalegt húsið er hlutlaus miðja Reykjavíkur sem tengir saman náttúru, vatn og fuglalíf. Ráðhúsið hýsir starfsemi borgarstjórnar og borgarstjóra Reykjavíkur.

Lífæð hússins og helsta almenningsrými er gönguásinn sem tengist fjölförnum gönguleiðum úr miðbænum til vestur og austurs meðfram Tjörninni. Jarðhæð hússins mótast af þessum leiðum og er hugsuð sem eins konar framlenging götunnar. Gönguásinn er að jafnaði opinn þeim sem leið eiga hjá og er hugsaður sem snertiflötur borgarbúa og fulltrúa þeirra sem í húsinu starfa. Við enda gönguássins eru stórir gluggar með afmörkuðu útsýni til austurs og vesturs. Þar á glerið eru letruð með sandblásnum stöfum erindi úr ljóðunum Júnímorgun og Við Vatnsmýrina eftir Tómas Guðmundsson skáld.
Á jarðhæð er upplýsingaborð og Tjarnarsalurinn sem nýttur er bæði til funda- og sýningarhalds.

#borginokkar