12218-157-832

Perlan

Varmahlíð 1, Reykjavík 105, 5669000

Opnunartími:
mán - sun: 9.00 - 22.00

Vefsíða: https://perlan.is/

Perlan er sannkölluð perla á toppi Reykjavíkur, umkringd skóglendinu í Öskjuhlíð og með útsýni yfir höfuðborgarsvæðið til allra átta. Þar geta allir gert sér góðan dag hvernig sem viðrar. Í Perlunni er spennandi náttúrusýning, undur íslenskrar náttúru, alvöru íshellir, stjörnuver með 8K kúlubíói, útsýnispallur, gjafaverslun, ísgerð, kaffihús, veitingastaður og bar.

Náttúrusýningarnar

Á náttúrusýningu Perlunnar getur hver sem er upplifað undur íslenskrar náttúru gegnum nýjustu tækni, magnaðar ljósmyndir, video og aðrar spennandi upplifanir. Gestir upplifa krafta náttúrunnar og jarðsöguna, kanna lífið í raunverulegu líkani af Látrabjargi, sjá undirheima hafsins og margt fleira. Í einum heitavatnstankanna er nú alvöru íshellir sem býður upp á töfrandi jöklaupplifun.

Náttúruminjasafn Íslands heldur úti spennandi sýningu sem heitir Vatnið í náttúru Íslands. Þar kynnast gestir ótrúlegum eiginleikum og leyndardómum vatns og því lífríki sem þar er að finna.

Áróra – norðurljósaupplifun

Áróra er margverðlaunuð kúlubíósýning í stjörnuveri Perlunnar, þar sem norðurljósin dansa allt í kringum gesti. Áróra glæðir norðurljósin lífi með sögum, vísindum, list, sjónarspili og undurfögrum tónum eftir íslenskt tónlistarfólk. Gestir ferðast um tíma og fjarlæg sólkerfi og sjá þannig hvernig norðurljósin verða til og upplifa þau á nýja vegu. Ísgerðin Ísgerð Perlunnar býður heimagerðan kúluís, sem er tilvalið að njóta á útsýnispallinum eða undir glerkúplinum á toppi Reykjavíkur. Ísinn ásamt öllu tilheyrandi er útbúið með umhyggju og selt á góðu verði.

Veitingastaður og kaffihús

Undir glerkúplinum á fimmtu hæð eru veitingastaður og kaffihús Perlunnar. Þar er notalegt að njóta útsýnis í góðum félagsskap, með góðan drykk af barnum, mat eða sætan bita.

#borginokkar