IMG_1643

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð, Reykjavík 113, -

Vefsíða: https://reykjavik.is/stadir/oskjuhlid

Öskjuhlíð er einstakt útivistarsvæði í nágrenni Miðborgarinnar með fjölbreyttri náttúru og áhugaverðum söguminjum.

Öskjuhlíðin er einstök og sennilega það opna svæði í Reykjavík sem er mest áberandi og flestir þekkja. Hún er 61 metra há, stórgrýtt hæð sem skagar yfir sitt nánasta umhverfi þ.m.t. miðbæ Reykjavíkur. Efst á hæðinni sitja sex hitavatnstankar sem flestir sinna enn mikilvægu hlutverki við að geyma hitaveituvatn fyrir Reykvíkinga. Ofan og milli tankana er Perlan, einstök bygging sem var opnuð 1991. Þar er að finna safn, kaffihús og veitingastað á efstu hæðinni sem snýst löturhægt. Vinsælastir eru þó útsýnispallarnir en fáir staðir í borginni bjóða upp á betra útsýni yfir borgarlandið, sundin og fjöllin. Öskjuhlíðin sjálf er áhugavert útivistarsvæði með fjölbreytilegu náttúrufari, merkilegum jarðminjum, einni þéttustu skógrækt í Reykjavík og einstökum mannvistarminjum frá stríðsárunum. Öskjuhlíðin er afar vinsælt útivistarsvæði sökum nálægðar sinnar við miðbæ Reykjavíkur, háskólasvæðin í Vatnsmýrinni, útivistarsvæðin í Nauthólsvík og Fossvogi og fjölmenn hverfi eins og Bústaðahverfið og Hlíðar.

#borginokkar