Natturufraedistofa1

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hamraborg 6, Kópavogur 200, 4417200

Vefsíða: https://natkop.kopavogur.is/en

Náttúrufræðistofa Kópavogs var opnuð í desember 1983. Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd. Húsnæði Náttúrufræðistofunnar er hið fyrsta á landinu sem er hannað frá grunni fyrir náttúrufræðisafn og gerbreytti sýningaraðstöðu á safnmunum og stórbætti möguleika á allri þjónustu. Rannsókna- og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn er mjög góð og sama er að segja um aðstöðu til að taka á móti hópum og skólafólki, til dæmis vegna kennslu í náttúrufræðum.

#borginokkar