ReykjavikJun08-292-1

Laugardalur

Sundlaugavegur 32, Reykjavík 105, +354 411 1111

Vefsíða: https://reykjavik.is/stadir/laugardalurinn

Laugardalurinn er án efa vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda er svæðið einstaklega heppilegt fyrir útiveru, skjólgott og gróðursælt með vel skipulagða göngu- og hjólastíga.

Laugardalurinn er jafnframt ein meginmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík og er þar að finna íþróttamannvirki svo sem Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Þá er Laugardalurinn miðstöð garðyrkju og er Grasagarður Reykjavíkur staðsettur í hjarta dalsins. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn í Laugardal er vinsæll meðal barna og fjölskyldufólks og er þar að finna öll íslensku húsdýrin og helstu villtu landspendýrin svo sem refir og hreindýr auk selanna sívinsælu. Í Laugardalnum er jarðhiti, einkum við Þvottalaugarnar þar sem Reykvíkingar þvoðu þvott sinn úr heitum jarðlaugum. Þá er aðaltjaldstæði Reykjavíkur í Laugardal og dalurinn því vinsæll viðkomustaður ferðalanga.

Þar má finna: Garðyrkju - Leiksvæði - Íþróttasvæði - Sundlaug - Göngustíga - Hjólastíga - Kaffihús - Veitingastað - Bekki - Piknikkborð - Fuglalíf - Listaverk - Sögustað - Hátíðahöld - Dýragarð.

#borginokkar