Hotel Reykjavik Marina
Mýrargata 2, Reykjavík 101, +3544444000
Vefsíða: https://www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com/en/hotels/reykjavik/reykjavik-marina
Tölvupóstur: marina@icehotels.is
Eina hótelið í heimi þar sem hægt er að snerta skip í slipp. Hótel Reykjavík Marina er litríkt hótel við Reykjavíkurhöfn með einstakan karakter þar sem gaman er að vera. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið og herbergi þitt, sem hefur þægindin í fyrirrúmi, en er einnig skreytt á einstakan, heimilislegan hátt. Skemmtilegar stofur eru tilvaldar fyrir óhefðbundna fundi, viðburði og partý.
Með hringiðu slippsins beint fyrir utan og gróskumikinn Grandagarð steinsnar frá nýtur þú dýrindis drykkja og dásemdar rétta á fæðingarstað kokteilmenningar Reykjavíkur, Slippbarnum.
Slippbarinn
Þú bragðar á kokteil sem þú gleymir aldrei. Slippbarinn snýst um ógleymanleg augnablik. Slippbarinn er fyrsti kokteilbarinn í Reykjavík og þar eru handverk í kringum gerð kokteila í hávegum höfð. Matur og drykkur byggja á klassískum grunni með snúningi en sérstaða barsins felst í einlægri nálgun og hugmyndafræðinni á bak við hvern kokteil og rétt á matseðlinum.