hall13

Hallargarðurinn

Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík 101, (+354) 411 1111

Vefsíða: www.reykjavik.is/hallargardurinn

Hallargarðurinn við Fríkirkjuveg er með fallegri almenningsgörðum í Reykjavík. Blómaskrúð, listaverk, glæsileg hús og útsýni yfir Tjörnina úr austri gefur garðinum tignarlega og hlýlega ásýnd. Jafnfram tengist hann óbeint Hljómskálagarðinum sem liggur skáhallt í mót hinum megin við Sóleyjargötu og Skothúsveginn.

Við Hallargarðinn stendur hið glæsilega hús Thors Jenssonar (betur þekkt sem Bindindishöllin) sem er timburhús í nýklassískum stíl og af mörgum talið eitt fegursta hús Reykjavíkur. Þá stendur Kvennaskóli Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur við garðinn norðanverðann. Í garðinum er að finna ýmis listaverk til dæmis styttuna Adonis eftir Bertel Thorvaldsen.

#borginokkar