Hafnarborg - Menningar og listamiðstöð Hafarfjarðar
Opnunartími:
mán: 12.00 - 17.00
mið - sun: 12.00 - 17.00
Vefsíða: www.hafnarborg.is
Tölvupóstur: hafnarborg@hafnarfjordur.is
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1983 og varð um leið aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Sýningardagskrá safnsins er fjölbreytt en að jafnaði eru haldnar 8-10 myndlistarsýningar á ári, þar sem finna má verk er spanna íslenska listasögu allt frá þjóðargersemum frumkvöðlanna til tilraunakenndra verka listamanna samtímans.
Fyrirlestrar og málþing í tengslum við sýningar safnsins eru fastur liður í dagskránni auk þess sem áhersla er lögð á að bjóða upp á samtal gesta við listamenn og sýningarstjóra og stuðla þannig að áhugaverðri upplifun af sýningum, sem og aukinni þekkingu á safneign og starfsemi stofnunarinnar. Þá eru listasmiðjur og leiðsagnir fyrir börn einnig meðal reglulegra viðburða safnsins.
Loks er boðið upp á fjölda tónleika allan ársins hring, svo sem hina vinsælu hádegistónleika og Síðdegistóna yfir vetrartímann, auk samtímatónleikaraðarinnar Hljóðana að vori og hausti og Sönghátíðar í Hafnarborg á sumrin.