Grasagardurinn_i_Laugardal-8

Grasagarður Reykjavíkur

Engjavegur, Reykjavík 104, 411 8650

Opnunartími:
mán - fös: 10.00 - 19.00
lau - sun: 10.00 - 15.00

Vefsíða: https://www.facebook.com/grasagardur

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hann tilheyrir skrifstofu umhverfisgæða sem er hluti af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Umhverfis- og heilbrigðisráð fer með málefni Grasagarðsins.

Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í garðinum eru varðveittar um 5000 plöntur í átta safndeildum. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir.

#borginokkar