Grafarvogslaug
Dalhús 2, Reykjavík 112, 411 5300
Opnunartími:
mán - fös: 6.30 - 22.00
lau - sun: 9.00 - 21.00
Vefsíða: https://reykjavik.is/en/grafarvogslaug-pool
Tölvupóstur: grafarvogslaug@reykjavik.is
Grafarvogslaug opnaði 1998 og var bætt smátt og smátt við hana á næstu árum á eftir. Núna er þar innilaug, útilaug, vaðlaug, leiklaug og heitir pottar. Þar er einnig ein rennibraut ásamt barnarennibraut. Einnig er að finna þar infrarauðan saunaklefa.
Í lauginni er lyfta fyrir fólk í hjólastólum til að komast ofan í laugina. Þar er einnig hjólastólaaðgengi að sauna.
Þessi laug hefur hlotið Regnbogavottun. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera Reykjavíkurborg LGBT+ vingjarnlegri, bæði fyrir starfsmenn og borgara. Markmiðið er að koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun gagnvart LGBT+ fólki.