Golfvöllur Seltjarnarness
Opnunartími:
mán - lau: 8.00 - 22.00
sun: 8.00 - 21.00
Vefsíða: https://www.facebook.com/nkgolf/
Tölvupóstur: nkgolf@nkgolf.is
Golfvöllurinn var í upphafi níuholu völlur par 35 og 2380 m langur. Á honum var fyrsta vatnstorfæra á íslenskum golfvelli þ.e. Búðatjörn og á sömu braut fyrsta glompa sem gerð var. Þessi glompa er enn til á núverandi áttundu braut. Árið 1994 var völlurinn stækkaður með nýjum brautum kringum Daltjörn. Völlur er núna 9 holur, par 36 og 2646 m langur og erfiðleika stig 69,2/125. Árið 2003 var brautum vallarins gefin nöfn eftir helstu fuglategundum sem heiðra Suðunesið með nærveru sinni. Fyrsta braut heitir Æðukolla, önnur Kría, þriðja Svanur, fjórða Lóa, fimmta Stelkur, sjötta Grágæs, sjöunda Margæs, áttunda Stokkönd og níunda Tjaldur.