10366-157-4011

Eyjan Grótta og Gróttuviti

Grótta, Seltjarnarnes 170, 595 9100

Vefsíða: https://www.seltjarnarnes.is/is/mannlif-nattura/nattura-og-dyralif/grotta

Eyjan Grótta er einstök náttúruperla vestast á höfuðborgarsvæðinu. Hún er um 5 hektarar og tengist landi með Gróttugranda. Þar er að finna óspillta og einstaka náttúru. Fjörurnar sunnan við Gróttu, Seltjörn og Bakkavík eru hentugar til útivistar og eru auðugar af lífi sem vert er að skoða. Þá er fuglalífið mjög fjölbreytt og sést hafa um 106 fuglategundir á Seltjarnarnesi. Lífið í og við Bakkatjörn er áhugavert að fylgjast með og kanna. Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu. Hægt er að dvelja í eynni á fjörunni í um 6 klst. Upplýsingar um flóð og fjöru er að finna í flóðatöflu viðkomandi mánaðar. Einnig eru upplýsingar um flóð og fjöru á skilti við Gróttugranda. Á varptímanum, frá 1. maí til 15. júlí, er ekki leyfilegt að fara út í Gróttu og lokað fyrir umferð. Yfir sumartímann er hægt að finna um 140 tegundir háplantna sem er um 1/3 af heildafjölda plöntutegunda landsins.

#borginokkar