Esjan
Mógilsá, Reykjavík 162, 411 6000
Vefsíða: http://mountesja.org/
Tölvupóstur: info@visitreykjavik.is
Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.