Thingholt

Centerhotel Þingholt

Þingholtsstræti 3-5, Reykjavík 101, +354 595 8530

Vefsíða: https://www.centerhotels.com/en/hotel-thingholt-reykjavik

MIÐBÆJARHJARTAÐ SLÆR Í ÞINGHOLTUNUM
Þingholt by Center Hotels er boutique hótel í hjarta borgarinnar. Og talandi um hjarta; Þingholtið okkar er kannski ekki það stærsta í bransanum, en er hótel með risastórt hjarta. Persónulegt, nýmóðins og eins miðsvæðis og hótel verða. Svo er upplagt að trítla yfir á barinn okkar, Ísafold, og smakka á því allra besta sem í boði er í vínheiminum.

HERBERGIN - Heimsborgaraleg og hugguleg. Herbergin eru sérhönnuð af Gullu Jónsdóttur sem er landsþekkt fyrir verk sín í innanhússarkitekúr. Herbergin, 52 talsins, eru vel búin þægindum þar sem innblásturinn er sóttur í íslenska náttúru. Hárblásari, sturta, öryggishólf, frítt WiFi, flatsjár og minibar. Njóttu vel.

ÞINGHOLT BAR - Sígildir sopar með nýjum blæ. Notalegheit í öllu sínu veldi er að finna á Þingholt Bar. Sérvalinn vínlisti, klassískir kokteilar og drykkir að hætti hússins. Hvað meira er hægt að óska sér?

ÍSAFOLD SPA- Slepptu þér og slakaðu svo á.
Nudd og rúmgóður heitur pottur eftir annasaman dag. Hvernig hljómar það? Einmitt. Ef þú vilt skipta um gír og taka á því í ræktinni, þá er það líka í boði. Allt eftir þínum takti.

FUNDARSALUR - Skipuleggðu góðan fund.
Frábær fundaraðstaða fyrir þá sem vilja halda smærri fundi. Fyrsta flokks tækjabúnaður, ljúffengar veitingar og vinalegt andrúmsloft.

#borginokkar