Arnarhvoll

Centerhotel Arnarhvoll

Ingólfsstræti 1, Reykjavík 101, +354 595 8540

Vefsíða: https://www.centerhotels.com/en/hotel-arnarhvoll-reykjavik

Þar sem haf og hótel mætast! Nálægðin við höfnina og dásamlegt útsýnið yfir Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá gestamóttöku og til herbergjanna sem eru björt og þægileg. Svo er skyldumæting á SKÝ Restaurant & Bar fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og svalandi drykki. Og útsýnið – vorum við kannski búin að nefna það?

Herbergin
Besta útsýnið í bænum! Hvert sem erindið er í Reykjavík þá erum við með herbergi fyrir þig á Arnarhvoli. Við erum með 104 herbergi sem hægt er að velja á milli, öll nýtískulega hönnuð með öllum þægindum. Flatskjár, WiFi og fullhlaðinn míníbar. Mundu bara að panta herbergi með útsýni. Þá verður dagurinn allur annar.

Ský Restaurant
Skál fyrir útsýninu! SKÝ fangar athygli þína áður en þú sest. Útsýnið á áttundu hæð við hafið er bara þannig. Skálafell, Móskarðshjúkar, Esjan öll, Akrafjall, Hafnarfjall, Snæfellsjökull og Faxaflóinn á milli. Hinumegin ert þú að njóta ljúffengra veitinga. Þvílík forréttindi. Ef þú ert gestur á Center Hotels, færðu 10% afslátt af matnum á á la carte seðlinum.

Heilsulindin okkar
Slepptu þér og slakaðu svo á. Láttu þreytuna líða úr þér í heitum potti. Gleymdu þér á sána eða farðu í herðanudd. Eða taktu á því í líkamsræktartækjunum okkar. Njóttu þessa alls. En endaðu með baði.

#borginokkar