Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 15, Reykjavík 101, 4116060
Opnunartími:
mán - fös: 8.20 - 16.00
Vefsíða: https://www.facebook.com/Borgarskjalasafn
Tölvupóstur: borgarskjalasafn@reykjavik.is
Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu borgarinnar til notkunar fyrir borgaryfirvöld, borgarstofnanir og einstaklinga, til þess að tryggja hagsmuni og réttindi þeirra og til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu borgarinnar. Safnið hefur eftirlit með skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila og lætur þeim í té leiðbeiningar um skjalavörslu og ákveður um ónýtingu skjala, sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er héraðsskjalasafn Reykvíkinga. Safnið starfar eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn, reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 og Samþykkt um Borgarskjalasafn Reykjavíkur frá árinu 2006.
Hlutverk safnsins er í meginatriðum tvíþætt:
a) Stjórnvaldshlutverk:
- Leiðbeina borgarstofnunum um skjalastjórn
- Hafa eftirlit með skjalavörslu borgarstofnana
- Varðveita eldri skjöl borgarinnar á tryggan hátt
- Hafa skjölin skráð og aðgengileg til notkunar
- Afgreiða fyrirspurnir úr skjölum samkvæmt gildandi lögum
b) Menningarhlutverk:
- Safna og varðveita skjöl um sögu Reykjavíkur og Reykvíkinga
- Rannsaka og kynna sögu Reykjavíkur, t.d. með sýningum og útgáfum og þannig efla þekkingu á sögu borgarinnar
- Stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræðimanna á sögu Reykjavíkur