
Austur Indíafjelagið
Hverfisgata 56, Reykjavík 101, 552 1630
Opnunartími:
mán - fim: 18.00 - 22.00
fös - lau: 18.00 - 23.00
sun: 18.00 - 22.00
Vefsíða: https://www.facebook.com/austurindia/
Tölvupóstur: austurindia@austurindia.is
Í rúma tvo áratugi hafa gestir Austur-Indíafjelagsins notið ekta indversks matar í hlýlegu og notalegu umhverfi. Á tuttugasta afmælisárinu tók staðurinn algjörum stakkaskiptum m.a. með glæsilegum bar og rými fyrir einkasamkvæmi. Sem fyrr er það besta úr indverskri matargerð á boðstólum. Verið velkomin í nýtt og stórglæsilegt Austur-Indíafjelag.
Hverfisgata 56 hefur verið heimili Austur-Indíafjelagsins allt frá stofnum árið 1994. Lengst af lá Hverfisgata í skugga Laugavegar, en í dag blómstrar hún sem aldrei fyrr. Handan bláu hurðarinnar við suðurhlið götunnar býr heimur Austur-Indíafjelagsins, sem gagnrýnendur hafa kallað „falinn gimstein“.