Alftaneslaug_1A

Álftaneslaug

Suðurnesvegur 1, Garðabær 225, 550 2350

Opnunartími:
mán - fös: 6.30 - 21.00
lau - sun: 9.00 - 18.00

Vefsíða: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/sundlaugar/alftaneslaug/

Í Álftaneslaug er innanhússlaug sem er 12 sinnum 8 metrar í opnu rými með útsýni yfir útisundlaugasvæðið. Þar er aðstaða fyrir foreldra með ung börn hvort sem er fyrir leik eða fyrstu sundtökin. Í Álftaneslaug er einnig 25 metra útilaug, tveir heitir pottar 39°C og 42°C, kalt ker 4-5°C, buslulaug, eimbað (gufubað) og sauna (þurrgufa) sem mynda útisvæði í fallegu umhverfi Álftaness. Í Álftaneslaug er mjög góð aðstaða fyrir fatlað fólk. Í sundlaugargarðinum er eina öldulaug landsins. Þar er líka 10 metra há og 80 metra löng vatnsrennibraut.

#borginokkar