101 Hotel
Hverfisgata 8, Reykjavík 101, +354 580-0101
Vefsíða: https://www.facebook.com/101hotelreykjavik
Tölvupóstur: 101hotel@101hotel.is
Þetta fágaða og nútímalega boutique-hótel er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, við hliðina á Íslensku óperunni. Það býður upp á ókeypis WiFi, heilsuræktarstöð og heilsulindaraðstöðu. Á 101 Hotel er einnig til húsa glæsilegt veitingahús og bar.
Öll herbergin eru með nútímalega hönnun ásamt svörtum og hvítum innréttingum. Öll eru búin minibar, gervihnattasjónvarpi, geisla-/DVD-spilara og Bang & Olufsen Beoplay-hátalara. Sum herbergin bjóða einnig upp á útsýni yfir höfnina.
Veitingashúsið á staðnum framreiðir hefðbundna íslenska og alþjóðlega rétti. Einnig býður það upp á sérstaka mat- og drykkjaseðla fyrir bæði happy hour og bröns. Gestir geta notið þess að fá sér drykk á flotta barnum eftir kvöldverðinn.
101 Hótel er staðsett hinum meginn við hornið frá Laugaveginum. Starfsfólkið getur mælt með nokkrum veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem eru í göngufjarlægð.